Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 83 svör fundust

Af hverju heita vísindi þessu nafni?

Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...

Nánar

Hvað þýðir að ríða á vaðið?

Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um. Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera e...

Nánar

Hvernig er staðið að gjafagerningi á fasteign?

Gjafagerningar eru ein gerð samninga. Samningar geta haft nánast hvaða form sem er, allt frá einhliða munnlegum loforðum eins og til dæmis 'ég skal gefa þér þennan bíl hérna', til flókinna skriflegra samninga sem yfirleitt krefjast samþykkis beggja eða allra aðila. Um gjafagerninga á fasteignum gilda ákveðin l...

Nánar

Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?

Elsta dæmi um orðið féþúfa í söfnum Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld og kemur þar fyrir í orðasambandinu að gera féþúfu úr einhverju en algengastu myndirnar eru að gera sér eitthvað að féþúfu ‛hagnast á einhverju (oft með vafasömum hætti)’ og hafa einhvern að féþúfu ‛féfletta e-n’. Það var t...

Nánar

Hvað eru nútímahraun?

Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...

Nánar

Hvað er vinátta?

Vinátta er þegar tvær manneskjur unna hvor annarri eins og sjálfri sér og láta sig hag hinnar varða hennar sjálfrar vegna eða eins og forngríski heimspekingurinn Aristóteles komst að orði: "Vinurinn er annað sjálf" (Siðfræði Níkómakkosar [= SN] IX.4, 1166a31. Allar þýðingar eru Svavars Hrafns Svarassonar). Aristót...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?

Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. B...

Nánar

Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?

Þetta er góð spurning sem sýnir að spyrjandi hugsar um það sem fyrir augu ber. Margir hugsa til dæmis aldrei út í svona hluti! Auðvitað er vatnið í sjónum varðveitt og getur ekki eyðst eða orðið að engu við venjulegar aðstæður. Sjávarbotninn er heill og breytist ekki heldur þannig að það getur ekki lækkað í sjó...

Nánar

Hvað eru landráð?

Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðs...

Nánar

Hver er upprunaleg merking orðsins sæluhús?

Orðið sæluhús er gamalt í málinu og kemur þegar fyrir í fornsögum. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið er sæluhús sama og sáluhús sem skýrt er sem hús eða skýli sem ferðamenn gátu nýtt sér. Sýnd eru nokkur dæmi úr fornsögum, til dæmis (JFr 1896: 640): Um Dofrafjall var mikil för ór Þrándheimi; urðu þar ...

Nánar

Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?

Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...

Nánar

Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%?

Þegar sagt er að gengi gjaldmiðils eins og krónunnar hafi fallið um fjórðung (25%) þá er átt við að máttur hverrar krónu við kaup á öðrum gjaldmiðlum hafi minnkað um fjórðung. Þar með standa eftir þrír fjórðu (75%) af þessum kaupmætti. Til þess að kaupa jafnmikið og áður af erlendum gjaldmiðlum þarf því þriðjungi ...

Nánar

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...

Nánar

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

Nánar

Hver var Mídas konungur?

Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...

Nánar

Fleiri niðurstöður